Loading...

Vatns & sólarvörn fyrir tjöld ofl

Flokkar: ,

Nikwax Tent & Gear SolarProof er vatnsvörn sem inniheldur sólarvörn og ver efnið gegn útfjólubláum geislum sólar.

Nikwax Tent & Gear SolarProof  er ætlað til þess að vatns- og rakaverja tjöld og ýmislegt annað úr synþetískum efnum t.d. bakpokum, töskur og margskonar útivistarfatnaði.

Notkunarleiðbeiningar

  • Best er að hafa flötinn á hörðu yfirborði eða hafa tjaldið spennt svo þægilegra sé að bera á yfirborðið.
  • Úðið efninu jafnt yfir utanvert tjaldið eða efnið sem rakaverja.
  • Bíðið í 2 mínútur. Fjarlægið umframefni með rökum klút.
  • Passið það að efnið hafi farið jafnt yfir allan flötinn sem á að rakaverja.

50ml af efninu duga á 1m², þó veltur það á ástandi efnisins sem borið er á, þykkari efni taka meira til sín en t.d. þunn nælontjöld.

Það er góð regla við notkun á öllum efnavörum að byrja ávallt á því að prófa þau á lítt sjáanlegum stað.

Ástæða þess er að sjá hvernig flöturinn/yfirborðið bregst við efninu sem verið er að nota. Við notkun á Nikwax Tent & Gear SolarProof geta komið rákir eða strikamyndun af umframmagni sem borið er á flötinn.

kr.2.990

Loading...